Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2021 22:44 Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir yfir Gunnólfsvík í viðtali við Stöð 2. Einar Árnason Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.
Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41