Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 14:09 Enn bætist í flóru íslenskra mannanafna. Vísir/vilhelm Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding
Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15
Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00