Sammála því að tilefni sé til að slaka á Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2021 12:02 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24
Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53
Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24