Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 09:45 Valsmenn vonast til að geta mætt Porec frá Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar um þarnæstu helgi. vísir/Hulda Margrét Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“ Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“
Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira