Séreignarsparnaðurinn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti í lífi þorra alls ungs fólks skiptir það máli að eignast varanlegt skjól fyrir sig og sína. Þetta þekki ég af eigin raun því foreldrar mínir þurftu á tímabili að þvælast um á óstöðugum leigumarkaði sem hafði það í för með sér að við fjölskyldan þurftum oft að flytjast búferlum. Það er bara svona eins og gengur og gerist. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt hversu óþægilegt það reyndist foreldrum mínum að vera í þessari stöðu. Ég var þó það heppin að flutningarnir áttu sér, oftast nær, stað innan sama sveitarfélags svo lítið rót varð á námi mínu í grunnskóla. Þegar ég byrjaði svo sjálf að búa um 18 ára aldurinn og kom inn á leigumarkaðinn varð skýrt hversu lítið hafði breyst á íslenskum leigumarkaði. Leigumarkaðurinn er hverfull og óstöðugur og tíðir flutningar ekkert einsdæmi. Það er því eðlilegt að ungu fólki sé það hugleikið að eignast fasteign fyrr en seinna. Leigumarkaðinn má vissulega bæta og stórauka þarf stöðugleika hans, en hér vil ég nema staðar og ræða þau úrræði sem standa ungu fólki til boða á fasteignamarkaði í dag. Séreignarsparnaðurinn Við þurfum að standa vörð um nýtingu séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól lána. Sú leið hefur reynst unga fólkinu í kringum mig, og mig sjálfa, gríðarlega mikilvæg til þess að komast inn á fasteignamarkaðinn. Heimildin hefur verið framlengd til 30. júní 2023 en mikilvægt er að úrræðið verði varanlegt val einstaklinga til að tryggja að næstu kynslóðir geti notið þess. Lægri skattar Séreignarsparnaðarleiðin er skattfrjáls ráðstöfun á fjármunum. Það þýðir einfaldlega að séreignarsparnaður þinn er undanþeginn skatti þegar hann er nýttur til kaupa á fasteign, en við útgreiðslu sem lífeyrir er hann skattlagður. Séreignarsparnaðarleiðin er tvíþætt, annars vegar er hægt að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og hins vegar er hægt að fá séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu vegna kaupa á fasteign. Hlutdeildarlánin Með tilkomu hlutdeildarlána árið 2020 var komið til móts við tekjulægri hópa gagnvart fasteignakaupum. Nú þarf lántaki einungis að reiða fram 5% af kaupverði húsnæðisins í útborgun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir svo kaupanda 20% lán og þá þarf einungis 75% húsnæðislán frá lánastofnun. Á hlutdeildarláninu eru engir vextir og engar afborganir. Lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma, sem er til 10 ára með heimild til 5 ára framlengingu í senn, hámarks framlengingu til 25 ára alls. Hlutdeildarlánin eru því hugsuð fyrir einstaklinga sem komast í gegnum greiðslumat og geta greitt af lánum en þurfa sérstaka aðstoð við útborgun. Lánin veita einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum tækifæri til að komst út af leigumarkaði og inn á fasteignamarkaðinn eða úr foreldrahúsum. Afnemum stimpilgjöld Stimpilgjöld af lánaskjölum hafa verið afnumin og afsláttur veittur af stimpilgjaldi vegna fyrstu kaupa. Það eru ekki allir fyrstu kaupendur sem gera sér grein fyrir þessum kostnaði en hann getur numið á nokkrum hundruðum þúsunda króna, allt eftir kaupverði viðkomandi fasteignar.. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og rafrænni stjórnsýslu er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og afnema öll stimpilgjöld hins opinbera. Tryggjum varanleg úrræði og höldum áfram að leita leiða sem nýtast unga fólkinu okkar áfram um ókomna tíð. Það er baráttumál okkar allra. Höfundur skipar 2. Sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun