Franskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á átökunum í Hreiðrinu í Nice en enginn hefur enn verið handtekinn.
Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka kastaði stuðningsmaður Nice vatnsflösku í bakið á Payet. Hann tók flöskuna upp og kastaði henni upp í stúku. Og þá varð fjandinn laus.
Slagsmál brutust út og menn létu hnefana tala. Jorge Sampaoli, knattspyrnustjóra Marseille, var sérstaklega heitt í hamsi og halda þurfti aftur að honum.
Tveir leikmenn Marseille meiddust í átökum við stuðningsmenn Nice, þeir Luan Peres og Matteo Guendouzi. Þeir voru báðir með för á hálsinum eftir átökin eins og sjá má hér fyrir neðan. Payet var einnig með far á bakinu eftir flöskuna sem var kastað í hann.
Matteo Guendouzi & Luan Peres with strangle marks on their necks. (RMC) pic.twitter.com/oDvvspK5OB
— Get French Football News (@GFFN) August 22, 2021
Dimitri Payet's back. pic.twitter.com/hFmiwg97ni
— Get French Football News (@GFFN) August 22, 2021
Stöðva þurfti leikinn vegna slagsmálanna. Þegar hefja átti hann að nýju mættu leikmenn Marseille ekki út á völlinn þar sem þeir óttuðust um öryggi sitt.
Nice var dæmdur 3-0 sigur samkvæmt reglum frönsku úrvalsdeildarinnar en Marseille mun líklega áfrýja þeirri niðurstöðu.