Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2021 21:33 Arnar Gunnlaugsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. „Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Fleiri fréttir Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Fleiri fréttir Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira