Shaqiri gekk í raðir Liverpool frá Stoke árið 2018, en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í Bítlaborginni. Hann hefur aðeins leikið 45 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, og skoraði í þeim sjö mörk.
Nú er hinsvegar greint frá því að hann muni ganga í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Lyon fyror 9,5 milljónir punda.
Þessi 29 ára sóknarmaður náði samkomulagi við franska liðið fyrir nokkrum vikum, en félögin hafa átt í viðræðum seinustu daga.
Á ferli sínum hefur Shaqiri komið víða við, en hann hóf feril sinn hjá Basel. Þaðan fór hann til Bayern München í Þýskalandi, og eftir stutt stopp hjá Inter Milan á Ítalíu flutti hann sig til Englands þar sem hann lék með Stoke áður en hann fór til Liverpool. Þá á hann einnig að baki 96 landsleiki fyrir svissneska landsliðið, og hefur skorað í þeim 26 mörk.
BREAKING
— Football Daily (@footballdaily) August 22, 2021
Liverpool have agreed to sell Xherdan Shaqiri to Lyon for £9.5m. pic.twitter.com/6OU1Utp2Z3