Með hausinn í lagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Aden Flint er markahæstur í Championship-deildinni með fjögur skallamörk. Simon Galloway/PA Images via Getty Images Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla. Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira