Breiðablik mætir króatísku meisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 11:14 Blikakonur fara til Króatíu. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mun mæta Króatíumeisturum Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira
Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira