„Fannst ég oft geta gert betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2021 17:11 Jónatan Ingi Jónsson átti flottan leik í liði FH í dag, en segir þó að hann hefði getað gert betur. Vísir/Bára Dröfn Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. „Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira
„Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00