Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir byrjaði að venju í vörn Vålerenga og þá var Ingunn Haraldsdóttir í vörn PAOK, en hún skipti til liðsins frá KR í sumar. Amanda Jacobsen Andradóttir var á varamannabekk norska liðsins og kom ekki við sögu í dag.
27 Nå lyner det og tordner her. Overhodet ikke spillbare forhold. Dommeren sender lagene i garderoben
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) August 21, 2021
Þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður þurfti að gera hlé á leiknum vegna úrhellisrigningar og þrumuveðurs. Dómari leiksins kallaði alla leikmenn til búningsherbergja hvar bíða þurfti í um hálftíma áður en leikurinn gat hafist að nýju.
Markalaust var í hléi en á 54. mínútu skoraði hin danska Janni Thomsen til að koma þeim norsku yfir. Elise Thorsnes innsiglaði svo 2-0 sigur norsku meistaranna með marki úr vítaspyrnu á 88. mínútu.
54 JAAA! 1-0! Janni Thomsen skjærer inn fra backen og skyter med venstre ned i det ene hjørnet!! pic.twitter.com/hVxDGoXykZ
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) August 21, 2021
Vålerenga vann 2-0 og er liðið því komið áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur þar dugar til sætis í riðlakeppninni.