Bæði Íslendingaliðin voru úr leik fyrir leik dagsins þar sem bæði töpuðu fyrri leik sínum í fjögurra liða riðlum í nýju fyrirkomulagi keppninnar. Aðeins eitt lið kemst áfram í aðra umferð forkeppninnar úr hverjum riðli.
María kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Celtic í stöðunni 1-1 gegn Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Staðan var enn 1-1 þegar flautað var af og þurfti því að framlengja. Minsk skoraði tvö mörk til að komst 3-1 yfir en María lagði upp sárabótarmark fyrir Caitlyn Hayes undir lok framlengingarinnar. Minsk vann 3-2.
Barbára Sól byrjaði á varamannabekk Bröndby sem mætti Slovacko frá Slóvakíu. Hin sænska Beatrice Persson kom Bröndby yfir áður en Christina Beck tvöfaldaði forystu þeirra dönsku á 30. mínútu. Michaela Dubcova minnkaði muninn fyrir Slovacko fimm mínútum fyrir leikhlé og þar við sat.
Barbára kom inn á sem varamaður á 64. mínútu leiksins og hjálpaði Bröndby að vinna 2-1 sigur. Liðið er þrátt fyrir sigurinn úr leik í keppninni.