Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 14:00 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttum reglum um sóttkví. Þetta staðfestir samskiptastjóri almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tillögurnar í vinnslu og unnið að nýrri reglugerð. Á meðan sú vinna standi yfir sé ótímabært að skýra tillögurnar frekar. Á Vísi er greint frá því að borið hafi á óvissu meðal almennings um hverjir verði að fara í sóttkví þegar smit koma upp í skólum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir kynningu á reglunum óskýra og veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Finnst þér þetta nægilega skýrt? „Mér finnst maður heyra og lesa á netinu að svo virðist ekki vera. Það virðist vera skýrt að markmiðið sé að gera þessa umgjörð í kringum skólahald eitthvað mildari. Það er staðreynd að á meðan við erum með fjölda sóttkví ungra barna þá held ég nú að niðurstaðan verði alltaf sú að foreldrar verði að vera hjá þeim.“ „Þannig útfærslan á þessum reglum er óljós hvað það varðar miðað við þær smittölur sem við erum með núna í samfélaginu. Hversu mikil breytingin verður í reynd.“ Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnamálum. Fjórar vikur séu síðan ríkisstjórnin kynnti hertar aðgerðir eftir fund sinn á Egilsstöðum, en þá var jafnframt tilkynnt að unnið yrði að stefnumótun um framtíðarsýn. „Síðan þessi yfirlýsing var gefin þá hefur ekkert heyrst. Þannig ég kalla eftir því að þau svör verði skýrari um það. Auðvitað með þeim fyrirvara að það er uppi ástand og óvissa í spilunum. Engu að síður ættum við að gera kröfu um það því það þarf að verja samstöðuna og sýna henni virðingu. Hvað fólk hefur lagt mikið á sig. Að ríkisstjórnin fari að komast upp úr þeim fótsporum að kynna ný minnisblöð á tveggja til þriggja vikna fresti, en aldrei neinar línur til lengri tíma litið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira