Aðalfundurinn fer fram á netinu að þessu sinni og er öllum streymt á piratar.tv.
Á dagskrá fundarins kennir ýmissa grasa. Að frátöldum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun þingflokkur Pírata líta yfir kjörtímabilið og sveitarstjórnarfulltrúar Pírata flytja kynningar um það sem drifið hefur á daga þeirra í Reykjavík og Kópavogi. Að erindum þeirra loknum er opnað fyrir spurningar frá áhorfendum.
Framtíðarsýn og leynigestur
Þá mun heimsfrægur leynigestur heilsa upp á Pírata á laugardag. Um er að ræða erlendan metsöluhöfund, sem er mikill stuðningsmaður flokksins.
Eftir umræður um lagabreytingar á sunnudag verður umboðsmaður stjórnarmyndunarviðræðna kynntur til leiks. Píratar eru ekki með formann og því fékk grasrót flokksins það hlutverk að ákveða hvaða frambjóðandi fengi traustið til að leiða viðræðurnar fyrir hönd Pírata, fari svo að flokkurinn fá boð þess efnis eftir kosningar.
Að því loknu munu frambjóðendur kynna framtíðarsýn Pírata. Þar verður stiklað á stóru yfir þær kerfisbreytingar sem Píratar telja nauðsynlegar fyrir sjálfbært velsældarsamfélag sem er tilbúið í áskoranir framtíðar; loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðinguna og fjórðu iðnbyltinguna.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef Pírata.
Dagskrá fundarins:
Laugardagur
13:00 Fundur settur
13:05 Opnunarræða
13:20 Kynning borgarstjórnarfulltrúa Pírata
13:45 Kynning bæjarstjórnarfulltrúa Pírata
14:05 Hlé
14:22 Frambjóðendakynningar í nefndir og ráð Pírata
15:00 Skýrsla þingflokks
15:50 Kynning á innri kosningu Pírata
16:10 Leynigestur
16:40 Fundi frestað
Sunnudagur
13:00 Fundur settur´
13:05 Lagabreytingaumræður
13:30 Orðið frjálst
14:15 Hlé
14:25 Kynning á umboðsmanni stjórnarmyndunarviðræðna
14:35 Kynning á framtíðarsýn Pírata
15:00 Kynningar á skýrslum innri nefnda og ráða Píarata
16:00 Kynning á úrslitum innri kosninga Pírata
16:10 Lokaræða
16:20 Fundi slitið