Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:11 Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður hjá Sævari Þór og partners. Vísir/Sigurjón Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira