Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 15:50 Cecilía Rán Rúnarsdóttir í landsleik gegn Ítalíu í apríl. Hún á að baki þrjá A-landsleiki. Getty/ Gabriele Maltinti Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við. Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við.
Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira