Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2021 15:47 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bjarna þar sem hann segir að öllum sé ljóst að kórónuveiran muni áfram vera á meðal landsmanna á næstunni. Sætta þurfi sig við þetta og bregðast við í samræmi við aðstæður. Ríkisstjórnin kynnti í dag hugmyndir að breytingu á reglum um sóttkví. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Endanleg útfærsla hefur ekki verið kynnt en tillögurnar eru í smíðum. Rætt hefur verið um að hraðpróf geti þar spilað stórt hlutverk. „Vægari úrræði eins og sjálfpróf og/eða skyndipróf á að nota framar meira íþyngjandi úrræðum á borð við sóttkví ef það er hægt. Það virðist gefa góða raun annars staðar og á að vera forgangsmál á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni. Í vikunni var greint frá nýju minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi . Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Bjarni segir hins vegar að ótímabært sé að ræða langtímatakmarkanir innanlands, og vísar þar til að mynda til úrræða á borð við hraðprófa. „Það er ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands. Ekki síst þegar við erum ekki byrjuð að nýta úrræði á borð við þessi. En það er fyrir bestu að horfast í augu við það mat að það geti tekið langan tíma að losna við þessa óværu fyrir fullt og allt. Verkefnið er þá að geta lifað með því ástandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20. ágúst 2021 11:41 Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bjarna þar sem hann segir að öllum sé ljóst að kórónuveiran muni áfram vera á meðal landsmanna á næstunni. Sætta þurfi sig við þetta og bregðast við í samræmi við aðstæður. Ríkisstjórnin kynnti í dag hugmyndir að breytingu á reglum um sóttkví. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Endanleg útfærsla hefur ekki verið kynnt en tillögurnar eru í smíðum. Rætt hefur verið um að hraðpróf geti þar spilað stórt hlutverk. „Vægari úrræði eins og sjálfpróf og/eða skyndipróf á að nota framar meira íþyngjandi úrræðum á borð við sóttkví ef það er hægt. Það virðist gefa góða raun annars staðar og á að vera forgangsmál á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni. Í vikunni var greint frá nýju minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi . Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Bjarni segir hins vegar að ótímabært sé að ræða langtímatakmarkanir innanlands, og vísar þar til að mynda til úrræða á borð við hraðprófa. „Það er ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands. Ekki síst þegar við erum ekki byrjuð að nýta úrræði á borð við þessi. En það er fyrir bestu að horfast í augu við það mat að það geti tekið langan tíma að losna við þessa óværu fyrir fullt og allt. Verkefnið er þá að geta lifað með því ástandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20. ágúst 2021 11:41 Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20. ágúst 2021 11:41
Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26