Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 15:44 Enginn búnaður er til að mæla rigningu á Tindstöðinni á toppi Grænlandsjökuls þar sem engar heimildir eru fyrir regni þar. Vísir/Getty Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. Vísindamenn í Tindstöðinni nærri efsta punkti Grænlandsjökuls vöknuðu við regndropa á laugardagsmorgun. Washington Post segir að það komi fyrir að það rigni á jöklinum en engar frásagnir eru af rigningu við hæsta punktinn sem er í meira en 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki var hægt að mæla hversu mikið regn féll þar sem engir úrkomumælar eru í stöðinni enda er ekki gert ráð fyrir rigningu þar. Hitinn við tindinn var yfir frostmarki í um níu klukkustundir samkvæmt Snjó- og ísmiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC). Það er í þriðja skiptið á innan við áratug sem hitinn fer upp fyrir frostmark þar. Á sumum svæðum var allt að átján gráðum hlýrra en vanalega á þessum tíma árs. Hlýindunum fylgdi mikil bráðnun á jöklinum á um 827.000 ferkílómetra svæði þegar mest lét laugardaginn 14. ágúst. Þetta var annar bráðnunaratburðurinn af þessari stærðargráðu í sumar. Þetta er aðeins annað árið þar sem verða tveir bráðnunaratburðir en það gerðist síðast árið 2012. Grænlandsjökull hefur rýrnað mjög vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Massatap hans hefur sexfaldast á undanförnum þrjátíu árum samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í síðustu viku. Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Vísindamenn í Tindstöðinni nærri efsta punkti Grænlandsjökuls vöknuðu við regndropa á laugardagsmorgun. Washington Post segir að það komi fyrir að það rigni á jöklinum en engar frásagnir eru af rigningu við hæsta punktinn sem er í meira en 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki var hægt að mæla hversu mikið regn féll þar sem engir úrkomumælar eru í stöðinni enda er ekki gert ráð fyrir rigningu þar. Hitinn við tindinn var yfir frostmarki í um níu klukkustundir samkvæmt Snjó- og ísmiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC). Það er í þriðja skiptið á innan við áratug sem hitinn fer upp fyrir frostmark þar. Á sumum svæðum var allt að átján gráðum hlýrra en vanalega á þessum tíma árs. Hlýindunum fylgdi mikil bráðnun á jöklinum á um 827.000 ferkílómetra svæði þegar mest lét laugardaginn 14. ágúst. Þetta var annar bráðnunaratburðurinn af þessari stærðargráðu í sumar. Þetta er aðeins annað árið þar sem verða tveir bráðnunaratburðir en það gerðist síðast árið 2012. Grænlandsjökull hefur rýrnað mjög vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Massatap hans hefur sexfaldast á undanförnum þrjátíu árum samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í síðustu viku.
Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01