Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 22:15 Sigmar Guðmundsson er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn. Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira