Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2021 13:03 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið á Reykjanesskaga hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. Stöð 2 Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. Eftir jarðskjálftahrinu sem stóð yfir í um ár hófst eldgos á Reykjanesi hinn 19. mars í fyrsta skipti í um átta hundruð ár. Segja má að gosið sé á ákjósanlegum stað hvað öryggi fólks og mannvirkja varðar en það er um margt ólíkt fyrri eldgosum á Íslandi á seinni tímum enda kemur kvikan beint frá möttli jarðar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. „Þetta er eldgos sem er búið að standa með nánast óbreyttum styrk allan tímann frá upphafi og er vel í sveit sett með tilliti til innviða þjóðfélagsins. Það er mjög takmarkað tjón sem þetta eldgos getur valdið,“ segir Páll. Liggur vel við rannsóknum Gosið liggi líka vel við öllum rannsóknum. Það breytist hægt og sé auðveldara til rannsókna en mörg fyrri eldgos. Það skæri sig úr hvað gosið væri stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjarað út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti,“ segir Páll Einarsson. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Eftir jarðskjálftahrinu sem stóð yfir í um ár hófst eldgos á Reykjanesi hinn 19. mars í fyrsta skipti í um átta hundruð ár. Segja má að gosið sé á ákjósanlegum stað hvað öryggi fólks og mannvirkja varðar en það er um margt ólíkt fyrri eldgosum á Íslandi á seinni tímum enda kemur kvikan beint frá möttli jarðar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. „Þetta er eldgos sem er búið að standa með nánast óbreyttum styrk allan tímann frá upphafi og er vel í sveit sett með tilliti til innviða þjóðfélagsins. Það er mjög takmarkað tjón sem þetta eldgos getur valdið,“ segir Páll. Liggur vel við rannsóknum Gosið liggi líka vel við öllum rannsóknum. Það breytist hægt og sé auðveldara til rannsókna en mörg fyrri eldgos. Það skæri sig úr hvað gosið væri stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjarað út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti,“ segir Páll Einarsson.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23
Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45