Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13