Hvar er framtíðarplanið um lífið með COVID? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:01 Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst. Í millitíðinni hafa aðgerðir verið framlengdar og aftur nefnt að nú væri unnið að fyrirkomulagi til lengri tíma litið. Nú hlýtur sú krafa að verða sterkari að stjórnvöld svari hvernig þau ætla að nálgast málið til lengri tíma litið. Grunnskólar og framhaldsskólar eru að fara af stað og sóttvarnayfirvöld tala um að það skapi óvissu um þróun smita. Fréttir greina frá því að mörg hundruð börn séu nú þegar í sóttkví vegna smita í leikskólum og frístundaheimilum. Háskólarnir eru sömuleiðis byrjaðir. Allt skólastarf fer af stað með yfirvofandi ógn um sóttkví. Löngu eru orðið ljóst að COVID er ekki tímabundið ástand og viðbrögð stjórnvalda geta ekki heldur verið tímabundin. Það þarf framtíðarplan. Við virðumst nefnilega ekkert val hafa um hvort við ætlum að lifa með veirunni eða ekki, hún virðist því miður ætla að lifa með okkur. Smit eru útbreidd í samfélaginu en alvarleg veikindi hins vegar blessunarlega lítil vegna bólusetninga. Það þarf að virða þá samstöðu sem fólk hefur sýnt. Það þarf að fara vel með þessa samstöðu. Er það ætlun stjórnvalda að mörg hundruð börn og ungmenni séu í sóttkví á næstu vikum eins og líklegt má telja að verði? Síðast í dag var haft eftir Jóni Pétri Zimsen skólastjóra Melaskóla að hinn raunverulegi veldisvöxtur muni birtast í fjölda þeirra sem sæta sóttkví. Mér finnst vanta upp á rætt sé um áhrifin sem þetta hefur. Áhrif á námsframvindu og líðan, áhrifin á heimilin í landinu. Svörin geta ekki lengur bara verið þau að það þurfi að bíða aðeins og sjá. Hlutverk sóttvarnayfirvalda er skýrt og afmarkað. Hið sama á ekki við um stjórnvöld sem eiga að taka tillit til og verja fleiri grundvallarhagsmuni. Lykilspurningin er hvernig á að halda áfram eftir bólusetningu. Þegar verkefnið lýtur að ákvörðunum sem varða í reynd stjórn landsins geta ráðherrar ekki stigið fram með þeim hætti, að þeir láti sér nægja að tilkynna á nokkurra vikna fresti lista um aðgerðir. Þann 23. júlí kom skýrt fram að ríkisstjórnin gæfi sér nú stuttan tíma til stefnumótunar um hvernig ætti að nálgast þetta verkefni til lengri tíma litið. En hvar er framtíðarplanið? Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun