Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 10:00 Breiðablik á fyrir höndum úrslitaleik gegn heimaliði Gintra í Litháen á morgun klukkan 15. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann. Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti