Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 09:20 Slasað fólk í biðröð eftir röntgenmyndatöku á sjúkrahúsinu í Les Cayes. Mikill skortur er á lækningatækjum á hamfarasvæðinu. AP/Fernando Llano Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. Að minnsta kosti 2.189 manns eru nú látnir eftir jarðskjálfta upp á 7,2 sem reið yfir Haítí á laugardag. Fleiri en tólf þúsund manns til viðbótar eru slasaðir. Leitarflokkar héldu áfram að draga lík úr rústum bygginga og slasaða íbúa á afskekktum svæðum dreif að í borginni Les Cayes á hamfarasvæðinu í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna eiga í engin hús að venda en hægt hefur gengið að koma neyðaraðstoð til þeirra. Ariel Henry, forsætisráðherra, hét því að endurtaka ekki mistök fortíðarinnar með óstjórn og skipulagsleysi í neyðaraðstoð. Vísaði hann þar til axarskafta í viðbrögðum stjórnvalda við jarðskjálftanum mikla árið 2010 en þau voru sökuð um að koma ekki allri þeirri aðstoð sem barst til nauðstaddra. Engu að síður afþakkaði stjórnin aðstoð hundruð sjálfboðaliða Project Medishare, erlendra hjálparsamtaka sem hafa starfað á Haítí um áratugaskeið, að sögn Barth Green, forseta og stofnanda samtakanna. Hann segist skynja að stjórnvöld séu vör um sig eftir slæma reynslu af utanaðkomandi aðstoð í fyrri hörmungum. Þrátt fyrir það ætli samtök hans að hjálpa ásamt fleiri samtökum. „Spítalarnir eru allir skemmdir og hrundir, skurðstofur eru ekki starfhæfar en ef þú setur upp tjöld þá er fellibyljatímabilið og þau geta fokið út í veður og vind,“ segir Green sem vonast til þess að Bandaríkjaher komi upp bráðabirgðaspítala á svæðinu. Drengur sem slasaðist í jarðskjálftanum á laugardag situr á sjúkrarúmi á sjúkrahúsi í Jeremie á Haítí.AP/Matias Delacroix Dreifðu mannfjölda við flugvöllinn þegar hjálpargögn bárust Vaxandi örvænting ríkir á meðal nauðstaddra á hamfarasvæðinu vegna þess hve hægt gengur að fá neyðargögn og aðstoð þangað. Fyrsta sendingin með hrísgrjón og matarpoka í tjaldbúðir í borginni Les Cayes hrökk ekki til að fæða hundruð manna sem hafa hafst þar við í fimm daga. Hópur fólks safnaðist saman við flugvöllinn í Les Cayes þegar flugvél með hjálpargögn lenti þar. Lögreglumenn skutu viðvörunarskotum til þess að dreifa hópi ungra karlmanna þegar vélin var affermd. Einhverjir þeirra heimilislausu í borginni kröfðust þess að fá segldúka til að geta komið sér upp tímabundnu skýli við rústir bygginga. Lík finnast enn í rústum húsa. Óeining ríkir um hvort að halda eigi áfram að leita að líkum eða byrja að hreinsa upp brakið.AP/Joseph Odelyn „Á að láta okkur deyja?“ Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC segja að ástandið sé enn verra í fjallaþorpum sem jarðskjálftinn skók. Í bænum Marceline norður af Les Cayes hrundu nær allar byggingar, þar á meðal heilsugæslustöð, skóli, tvær kirkjur og vúdúfélagsmiðstöð. Íbúar í Marceline hafa þurft að bjarga sér sjálfir. Ríkisstjórnin, hjálparstofnanir og alþjóðasamfélagið hafa heitið hjálp en ekkert bólar á henni ennþá. „Þarf ég að öskra til að ná athygli stjórnvalda eða á að láta okkur deyja?“ segir Margaret Maurice sem komst lífs af með átta börnum sínum þegar hús þeirra hrundi. Hún segist hafa séð vörubíla með hjálpargögn keyra fram hjá en sjálf sé hún að verða uppiskroppa með mat og vatn. Þrátt fyrir það voru ekki allir jafnheppnir og Maurice í Marceline. Marie Rose missti fimmtán ára gamlan son sinn þegar steypuklumpar og grjót féll á hann í jarðskjálftanum. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er með bolinn hans vafðan um mitti mitt til þess að gefa mér styrk,“ segir hún við BBC. Pólitísk upplausn hefur ríkt á Haítí en forseti landsins var myrtur í júlí. Nú óttast fólk að fleiri kunni að láta lífið eftir jarðskjálftann vegna skorts á hjálpargögnum sem ríkisstjórnin er ekki fær um að útvega litlum þorpum eins og Marceline. Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34 Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Gríðarleg eyðilegging á Haítí Að minnsta kosti sjö látnir. 5. október 2016 08:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Að minnsta kosti 2.189 manns eru nú látnir eftir jarðskjálfta upp á 7,2 sem reið yfir Haítí á laugardag. Fleiri en tólf þúsund manns til viðbótar eru slasaðir. Leitarflokkar héldu áfram að draga lík úr rústum bygginga og slasaða íbúa á afskekktum svæðum dreif að í borginni Les Cayes á hamfarasvæðinu í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna eiga í engin hús að venda en hægt hefur gengið að koma neyðaraðstoð til þeirra. Ariel Henry, forsætisráðherra, hét því að endurtaka ekki mistök fortíðarinnar með óstjórn og skipulagsleysi í neyðaraðstoð. Vísaði hann þar til axarskafta í viðbrögðum stjórnvalda við jarðskjálftanum mikla árið 2010 en þau voru sökuð um að koma ekki allri þeirri aðstoð sem barst til nauðstaddra. Engu að síður afþakkaði stjórnin aðstoð hundruð sjálfboðaliða Project Medishare, erlendra hjálparsamtaka sem hafa starfað á Haítí um áratugaskeið, að sögn Barth Green, forseta og stofnanda samtakanna. Hann segist skynja að stjórnvöld séu vör um sig eftir slæma reynslu af utanaðkomandi aðstoð í fyrri hörmungum. Þrátt fyrir það ætli samtök hans að hjálpa ásamt fleiri samtökum. „Spítalarnir eru allir skemmdir og hrundir, skurðstofur eru ekki starfhæfar en ef þú setur upp tjöld þá er fellibyljatímabilið og þau geta fokið út í veður og vind,“ segir Green sem vonast til þess að Bandaríkjaher komi upp bráðabirgðaspítala á svæðinu. Drengur sem slasaðist í jarðskjálftanum á laugardag situr á sjúkrarúmi á sjúkrahúsi í Jeremie á Haítí.AP/Matias Delacroix Dreifðu mannfjölda við flugvöllinn þegar hjálpargögn bárust Vaxandi örvænting ríkir á meðal nauðstaddra á hamfarasvæðinu vegna þess hve hægt gengur að fá neyðargögn og aðstoð þangað. Fyrsta sendingin með hrísgrjón og matarpoka í tjaldbúðir í borginni Les Cayes hrökk ekki til að fæða hundruð manna sem hafa hafst þar við í fimm daga. Hópur fólks safnaðist saman við flugvöllinn í Les Cayes þegar flugvél með hjálpargögn lenti þar. Lögreglumenn skutu viðvörunarskotum til þess að dreifa hópi ungra karlmanna þegar vélin var affermd. Einhverjir þeirra heimilislausu í borginni kröfðust þess að fá segldúka til að geta komið sér upp tímabundnu skýli við rústir bygginga. Lík finnast enn í rústum húsa. Óeining ríkir um hvort að halda eigi áfram að leita að líkum eða byrja að hreinsa upp brakið.AP/Joseph Odelyn „Á að láta okkur deyja?“ Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC segja að ástandið sé enn verra í fjallaþorpum sem jarðskjálftinn skók. Í bænum Marceline norður af Les Cayes hrundu nær allar byggingar, þar á meðal heilsugæslustöð, skóli, tvær kirkjur og vúdúfélagsmiðstöð. Íbúar í Marceline hafa þurft að bjarga sér sjálfir. Ríkisstjórnin, hjálparstofnanir og alþjóðasamfélagið hafa heitið hjálp en ekkert bólar á henni ennþá. „Þarf ég að öskra til að ná athygli stjórnvalda eða á að láta okkur deyja?“ segir Margaret Maurice sem komst lífs af með átta börnum sínum þegar hús þeirra hrundi. Hún segist hafa séð vörubíla með hjálpargögn keyra fram hjá en sjálf sé hún að verða uppiskroppa með mat og vatn. Þrátt fyrir það voru ekki allir jafnheppnir og Maurice í Marceline. Marie Rose missti fimmtán ára gamlan son sinn þegar steypuklumpar og grjót féll á hann í jarðskjálftanum. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er með bolinn hans vafðan um mitti mitt til þess að gefa mér styrk,“ segir hún við BBC. Pólitísk upplausn hefur ríkt á Haítí en forseti landsins var myrtur í júlí. Nú óttast fólk að fleiri kunni að láta lífið eftir jarðskjálftann vegna skorts á hjálpargögnum sem ríkisstjórnin er ekki fær um að útvega litlum þorpum eins og Marceline.
Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34 Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Gríðarleg eyðilegging á Haítí Að minnsta kosti sjö látnir. 5. október 2016 08:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34
Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47