Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 18:31 Sayed Khanoghli hefur búið hér á landi í tæp þrjú ár en fjölskylda hans er nú stödd í Afganistan. Vísir/Egill Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35