Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 12:42 Sigríður Kristinsdóttir er sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend mynd Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07