Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 09:45 Arnold Schwarzenegger, þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu, kynnir sér tækjabúnað Kviknunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) árið 2008. Vísir/EPA Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna. Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Gríðarlega orku þarf til þess að koma af stað samruna léttra frumeinda. Á tilraunastofu er fjölda leysigeisla beint að hylki með tví- og þrívetni, samsætum frumefnisins vetnis. Við það þéttist efnið gríðarlega og verður hundrað sinnum eðlisþéttara en blý og hitnar upp í 100 milljón gráður á Celsíus, heitara en í kjarna sólarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helga gralið er að ná því að framleiða meiri orku við samrunanna en þá sem tekur til að hrinda honum af stað. Vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) segja að tilraun þeirra hafi framleitt 1,35 megajúl af orku 8. ágúst. Það var um 70% af þeirri orku sem leysigeislarnir sendu í vetnissamsætuhylkið. Þetta var áttfalt hærra hlutfall en NIF hafði áður náð í tilraun fyrr í vor og tuttugu og fimmfalt hærra en í tilraunum sem voru gerðar árið 2018. Vísindamenn NIF telja einnig að þeim hafi tekist að gera samrunann að einhverju leyti sjálfbæran þar sem hann myndar nægilegan hita til þess að halda samrunanum áfram. „Hraði framfara í orkuframleiðslu hefur verið mikill sem bendir til þess að við gætum bráðlega náð fleiri tímamótum í orku, þar á meðal að ná meiri orku en fer sú sem fer frá geislunum til þess að koma ferlinu af stað,“ segir Jeremy Chittenden, aðstoðarforstjóra miðstöðvar kjarnasamrunarannsókna við Imperial College í London við BBC. Hann segir að þó að árangur NIF sé eftirtektarverður þá eigi það eftir að taka mjög langan tíma og miklar framfarir í tækni áður en hægt verður að framleiða orku í stórum stíl með kjarnasamruna.
Vísindi Orkumál Tækni Tengdar fréttir Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. 28. júlí 2020 14:39