Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:01 Svipurinn á Anníe Mist eftir að hún hafði klárað lyftuna var einstakur og sagði svo margt um það sem hún hafði sigrast á. Skjámynd/IG/crossfitgames Endurkoman hjá Anníe Mist Þórisdóttir í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims hefur vakið athygli í erlendum fjölmiðlum og þar á meðal hjá Today Show á NBC sjónvarpsstöðinni. Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira