Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 20:01 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. egill aðalsteins Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór. Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira