Kjólar, borvél, dálítill biti af trjónukrabba og verkefni hins opinbera Benedikt S. Benediktsson skrifar 16. ágúst 2021 14:01 Hinn sérvitri ég nær klökknaði af gleði þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið birti lykiltölur um rekstur hins opinbera á vefsíðunni opinberumsvif.is. Upplýsingarnar vekja upp ýmsar spurningar um breiðu línurnar og ég sá t.d. á fésbókinni að spurt var hvort sjávarútvegurinn gæti ekki lagt meira af mörkum svo lækka mætti verð á áfengi (innskot: Mér sýnist netverslanabransinn vera að takast á við það verkefni). Þó mér finnist upplýsingarnar frábærar segja þær bara hluta af sögunni. Með því að skoða einvörðungu þessa tilteknu heimasíðu er t.d. hægt að álykta sem svo að útgjöld ríkisins séu í góðu horfi. Hver vill ekki leggja sem mest fjármagn í heilbrigðismál, öldrun, menntamál, o.s.frv.? Eins og hagsýnir heimilisrekendur þekkja skiptir hins vegar ekki síst máli hvernig fjármununum er eytt. Kjólar og borvél Þegar reikningarnir ógna fjárhag heimilisins hef ég spurt konuna hvort hún hafi hreinlega rými í fataskápnum fyrir nýja kjóla. Svör hennar felast oftlega í hvössum ábendingum, t.d. á þá leið að ég hafi nýverið keypt flottustu gerð af borvél. Slík svör virka um stund en leysa þó ekki aðsteðjandi vanda. Vísitölufjölskyldan skammast sín, segir svo upp áskriftinni af mogganum, dregur úr föndri og fatakaupum og reynir að sannfæra sjálfa sig um að það sé aðeins stigsmunur á lambahakki og lambasteik. Að ætla sér að skoða nákvæmlega hvernig ríkið eyðir fé er hins vegar ekki fyrir meðalmenni. Það þarf að snæða skepnuna bita fyrir bita. Heildarmáltíðin yrði hins vegar jafnvel svo löng að meðlimum vísitölufjölskyldu mundi ekki nægja lífaldurinn til. Undir lokin yrði verulega hætt við ofneyslu matarvíns og samfara kæruleysi, djammviskubit daginn eftir. En reynum þetta. Ég byrja smátt. Litli bitinn Á síðasta ári hafði Vinnueftirlit ríkisins 1.020,3 millj. kr. til að sinna verkefnum sínum. Unnin voru 68,6 ársverk hjá stofnuninni og kostaði því hvert þeirra tæplega 14,9 millj. kr. En í hvað fóru peningarnir? Flestir vita af vinnueftirliti og þekkja e.t.v. gagnsemi þess lauslega. Vinnueftirlitið heimsækir vinnustaði, metur aðstæður, m.a. með tilliti til heilsu starfsmanna, og passar m.a. að vinnuveitendur hafi undirbúið ýmsar öryggisráðstafanir. Nánari skoðun gefur til kynna að Vinnueftirlitið afli tekna og hvaða koma þær? Nærtækast er að átta sig á því með því að skoða verðskrá stofnunarinnar. Í fyrsta hluta verðskrárinnar er að finna gjöld fyrir skráningu og eftirlit með virkni ýmiskonar véla og tækja og fyrir þjónustu við ýmiskonar mælingar og prófanir. Í öðrum hluta er að finna gjöld fyrir námskeið, m.a. til réttinda til að nota vinnuvélar. Í þriðja þættinum er að finna gjöld fyrir fyrirlestra, mælingar og viðurkenningu á erlendum réttindum. En þá vaknar sú spurning hvort þetta sé allt nauðsynlegt? Trjónukrabbinn Eftirtektarsamur maður hélt því einu sinni fram að trjónukrabbinn, „framundan þeim veraldarútnánara sem Dalasýsla er“, væri af stjarnfræðilegri stofnstærð. Kallaði hann eftir rannsókn dýrðarmanna fyrir sunnan á dýrinu og vildi „fá plögg, með línuritum og prósentum, svo sem í eina stresstösku til að birja með“. Voru kjólarnir og borvélin óþarfakaup? Nú er ég svo heppinn að stresstaska með plöggum er fyrirliggjandi og ég get stytt mér leið að svari. Æðsti eyðslugagnrýnandi ríkisheimilisins hefur ítrekað tjáð sig og um það má t.d. lesa hér og hér: Ríkisendurskoðun telur að stofnunin ætti að einbeita sér að tilteknum kjarnaþáttum, þ.e. stjórnsýslu og leiðandi verkefnum á sviði vinnuverndar, en láta öðrum sem mest eftir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf um vinnuvernd. [L]eggur Ríkisendurskoðun til að kannað verði hvort flytja megi hluta vinnuvélaeftirlits stofnunarinnar til faggiltra skoðunarstofa og stjórnsýslu þess til [Samgöngustofu]. Hér er m.a. átt við eftirlit með farandvinnuvélum, tækjum sem áföst eru bifreiðum og öðrum hjólatækjum sem aka utandyra, og er um margt hliðstætt bifreiðaeftirliti. Að mati Ríkisendurskoðunar gæti slíkt fyrirkomulag orðið bæði hagkvæmara og skilvirkara en það sem nú tíðkast og auk þess hentugra fyrir þá sem notfæra sér þjónustuna. [...] Ríkisendurskoðun telur að samþætting Vinnueftirlitsins á eftirliti, fræðslu og ráðgjöf sé óheppileg. [...]. Þarna hefur einhver verið í því hlutverki að benda á kjólana og fyllt heila stresstösku af plöggum. Ég sé ekki betur en að fagráðherrann hafi í kjölfarið bent á borvélina. Lítið virðist hins vegar hafa gerst. Er ég virkilega sá eini sem skammast mín undir svona kringumstæðum? Höfundur er lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn sérvitri ég nær klökknaði af gleði þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið birti lykiltölur um rekstur hins opinbera á vefsíðunni opinberumsvif.is. Upplýsingarnar vekja upp ýmsar spurningar um breiðu línurnar og ég sá t.d. á fésbókinni að spurt var hvort sjávarútvegurinn gæti ekki lagt meira af mörkum svo lækka mætti verð á áfengi (innskot: Mér sýnist netverslanabransinn vera að takast á við það verkefni). Þó mér finnist upplýsingarnar frábærar segja þær bara hluta af sögunni. Með því að skoða einvörðungu þessa tilteknu heimasíðu er t.d. hægt að álykta sem svo að útgjöld ríkisins séu í góðu horfi. Hver vill ekki leggja sem mest fjármagn í heilbrigðismál, öldrun, menntamál, o.s.frv.? Eins og hagsýnir heimilisrekendur þekkja skiptir hins vegar ekki síst máli hvernig fjármununum er eytt. Kjólar og borvél Þegar reikningarnir ógna fjárhag heimilisins hef ég spurt konuna hvort hún hafi hreinlega rými í fataskápnum fyrir nýja kjóla. Svör hennar felast oftlega í hvössum ábendingum, t.d. á þá leið að ég hafi nýverið keypt flottustu gerð af borvél. Slík svör virka um stund en leysa þó ekki aðsteðjandi vanda. Vísitölufjölskyldan skammast sín, segir svo upp áskriftinni af mogganum, dregur úr föndri og fatakaupum og reynir að sannfæra sjálfa sig um að það sé aðeins stigsmunur á lambahakki og lambasteik. Að ætla sér að skoða nákvæmlega hvernig ríkið eyðir fé er hins vegar ekki fyrir meðalmenni. Það þarf að snæða skepnuna bita fyrir bita. Heildarmáltíðin yrði hins vegar jafnvel svo löng að meðlimum vísitölufjölskyldu mundi ekki nægja lífaldurinn til. Undir lokin yrði verulega hætt við ofneyslu matarvíns og samfara kæruleysi, djammviskubit daginn eftir. En reynum þetta. Ég byrja smátt. Litli bitinn Á síðasta ári hafði Vinnueftirlit ríkisins 1.020,3 millj. kr. til að sinna verkefnum sínum. Unnin voru 68,6 ársverk hjá stofnuninni og kostaði því hvert þeirra tæplega 14,9 millj. kr. En í hvað fóru peningarnir? Flestir vita af vinnueftirliti og þekkja e.t.v. gagnsemi þess lauslega. Vinnueftirlitið heimsækir vinnustaði, metur aðstæður, m.a. með tilliti til heilsu starfsmanna, og passar m.a. að vinnuveitendur hafi undirbúið ýmsar öryggisráðstafanir. Nánari skoðun gefur til kynna að Vinnueftirlitið afli tekna og hvaða koma þær? Nærtækast er að átta sig á því með því að skoða verðskrá stofnunarinnar. Í fyrsta hluta verðskrárinnar er að finna gjöld fyrir skráningu og eftirlit með virkni ýmiskonar véla og tækja og fyrir þjónustu við ýmiskonar mælingar og prófanir. Í öðrum hluta er að finna gjöld fyrir námskeið, m.a. til réttinda til að nota vinnuvélar. Í þriðja þættinum er að finna gjöld fyrir fyrirlestra, mælingar og viðurkenningu á erlendum réttindum. En þá vaknar sú spurning hvort þetta sé allt nauðsynlegt? Trjónukrabbinn Eftirtektarsamur maður hélt því einu sinni fram að trjónukrabbinn, „framundan þeim veraldarútnánara sem Dalasýsla er“, væri af stjarnfræðilegri stofnstærð. Kallaði hann eftir rannsókn dýrðarmanna fyrir sunnan á dýrinu og vildi „fá plögg, með línuritum og prósentum, svo sem í eina stresstösku til að birja með“. Voru kjólarnir og borvélin óþarfakaup? Nú er ég svo heppinn að stresstaska með plöggum er fyrirliggjandi og ég get stytt mér leið að svari. Æðsti eyðslugagnrýnandi ríkisheimilisins hefur ítrekað tjáð sig og um það má t.d. lesa hér og hér: Ríkisendurskoðun telur að stofnunin ætti að einbeita sér að tilteknum kjarnaþáttum, þ.e. stjórnsýslu og leiðandi verkefnum á sviði vinnuverndar, en láta öðrum sem mest eftir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf um vinnuvernd. [L]eggur Ríkisendurskoðun til að kannað verði hvort flytja megi hluta vinnuvélaeftirlits stofnunarinnar til faggiltra skoðunarstofa og stjórnsýslu þess til [Samgöngustofu]. Hér er m.a. átt við eftirlit með farandvinnuvélum, tækjum sem áföst eru bifreiðum og öðrum hjólatækjum sem aka utandyra, og er um margt hliðstætt bifreiðaeftirliti. Að mati Ríkisendurskoðunar gæti slíkt fyrirkomulag orðið bæði hagkvæmara og skilvirkara en það sem nú tíðkast og auk þess hentugra fyrir þá sem notfæra sér þjónustuna. [...] Ríkisendurskoðun telur að samþætting Vinnueftirlitsins á eftirliti, fræðslu og ráðgjöf sé óheppileg. [...]. Þarna hefur einhver verið í því hlutverki að benda á kjólana og fyllt heila stresstösku af plöggum. Ég sé ekki betur en að fagráðherrann hafi í kjölfarið bent á borvélina. Lítið virðist hins vegar hafa gerst. Er ég virkilega sá eini sem skammast mín undir svona kringumstæðum? Höfundur er lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar