Ríkisstjórnin tók ákvörðun um þessar nýju reglur á fundi sínum fyrir tíu dögum, en tóku gildi nú á miðnætti.
Einstaklingar með tengsl við Ísland teljast:
- Íslenskir ríkisborgarar
- Einstaklingar búsettir á Íslandi
- Einstaklingar með atvinnuleyfi á Íslandi
- Umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi
Á vef stjórnarráðsins segir að umræddir farþegar muni ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir.
„Gert er ráð fyrir að fólk fari annaðhvort í hraðpróf (antigen) eða PCR-próf, en nánara fyrirkomulag verður unnið í samráði við sóttvarnalækni. Þá verður hægt að fara í sýnatöku annaðhvort á landamærum eða á sýnatökustöð innan tímamarkanna og verður sýnatakan gjaldfrjáls. Heimilt verður að sekta þá einstaklinga sem ekki fara í sýnatöku innan tiltekins tíma,“ segir í tilkynningunni.