Fyrir leikinn var lið Orlando í þriðja sæti deildarinnar en Gunnhildur Yrsa hefur verið hjá Pride-liðinu síðan í janúar þegar henni var skipt frá Utah Royals sem hún lék með í þrjú ár.
Portland Thorns var hins vegar í efsta sætinu með sjö stiga forskot á North Carolina Courage og átta stigum á undan liði Orlando.
Lið Orlando Pride skoraði fyrsta mark leiksins í nótt þegar Jodie Taylor skoraði á 13.mínútu eftir sendingu frá Courtney Petersen. Lengi vel leit út fyrir að liðið næði að halda forystunni út leikinn en á 78.mínútu jafnaði Simone Charley fyrir Portland og þar við sat.
Gunnhildur Yrsa lék allan leikinn fyrir Orlando og náði sér í gult spjald á 89.mínútu leiksins. Lið Orlando er í 3.sæti deildarinnar með 21 stig eftir fimmtán leiki en Portland Thorns í efsta sæti með 29 stig eftir þrettán leiki.