PSG sigraði Strasbourg á heimavelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 21:05 Kylian Mbappé með boltann í leiknum í kvöld AP Photo/Francois Mori Paris Saint Germain sigraði í kvöld lið Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. Parísarliðið var án Neymar og einnig án nýjasta liðsmannsins, Lionel Messi. Lokatölur leiksins 4-2 í leik sem hefði aldrei átt að verða eins jafn og hann varð. Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá. Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá.
Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira