Emil er vel kunnugur ítalska boltanum, en þar í landi hefur hann leikið með Reggina, Hellas Verona, Udinese, Frosinone og Padova. Hann var nálægt því að komast upp í B-deildina með Padova á seinasta tímabili, en liðið tapaði í úrslitaleik umspilsins.
Emil á einnig að baki 73 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, og skorað í þeim eitt mark. Emil er uppalinn FH-ingur, en hann hélt út til Englands árið 2005 þar sem að hann var á mála hjá Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, án þess þó að spila leik fyrir félagið.