Mikill erill hjá Landhelgisgæslunni í nótt Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 11:46 Sjómælingaskipið Baldur og björgunarskipið Gísli Jóns á vettvangi í nótt. Landhelgisgæsla Íslands Áhafnir á sjómælingaskipinu Baldri og björgunarskipinu Gísla Jóns stóðu í ströngu í gærkvöldi og í nótt. Þá fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, í tvö útköll í nótt. Í tilkynningu Landsbjargar segir að í gærkvöldi hafi skúta, sem legið hafði við akkeri í Hornvík, haft samband við sjómælingaskipið Baldur og óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Skútan hafi þá verið lögð af stað áleiðis til Ísafjarðar með mjög veikan farþega og fór ástand hans versnandi. Talstöðvasamband við skútuna var slitrótt og datt alveg út þegar hún var komin að og vestur með Hælavíkurbjargi. Áhöfnin á Baldri hafði þegar í stað samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem kallaði út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gísla Jóns, frá Ísafirði og þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. Áhöfnin á Baldri létti akkeri og hélt á fullri ferð að skútunni. Vegna takmarkaðra fjarskiptaskilyrða við skútuna var áhöfnin á Baldri í lykilstöðu við að koma upplýsingum áleiðis til stjórnstöðvarinnar í Reykjavík og læknis til að meta stöðuna. Baldur kom að skútunni skammt norðvestur af Hælavíkurbjargi. Ákveðið var að farþeginn yrði fluttur um borð í Baldur þar sem áhöfnin hlúði að honum. Haldið var á fullri ferð áleiðis til Ísafjarðar og í Aðalvík kom sjúkraflutningamaður af björgunarskipinu Gísla Jóns um borð til aðstoðar sem og tveir björgunarsveitarmenn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin á staðinn á þriðja tímanum og hífði sjúklinginn um borð í þyrluna og flutti á Landspítalann í Reykjavík. Þyrlan gat ekki staldrað við lengi Þá segir í tilkynningunni að þegar þyrlan var nýlent á Reykjavíkurflugvelli hafi verið óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á Patreksfirði. Þyrlan fór því aftur vestur á firði og kom viðkomandi undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlan var komin á Reykjavíkurflugvöll klukkan 07:35 í morgun og því sé alveg óhætt að segja að nóttin hafi verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, varðstjórum í stjórnstöð LHG og áhöfnum Baldurs og Gísla Jóns. Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í tilkynningu Landsbjargar segir að í gærkvöldi hafi skúta, sem legið hafði við akkeri í Hornvík, haft samband við sjómælingaskipið Baldur og óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Skútan hafi þá verið lögð af stað áleiðis til Ísafjarðar með mjög veikan farþega og fór ástand hans versnandi. Talstöðvasamband við skútuna var slitrótt og datt alveg út þegar hún var komin að og vestur með Hælavíkurbjargi. Áhöfnin á Baldri hafði þegar í stað samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem kallaði út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gísla Jóns, frá Ísafirði og þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. Áhöfnin á Baldri létti akkeri og hélt á fullri ferð að skútunni. Vegna takmarkaðra fjarskiptaskilyrða við skútuna var áhöfnin á Baldri í lykilstöðu við að koma upplýsingum áleiðis til stjórnstöðvarinnar í Reykjavík og læknis til að meta stöðuna. Baldur kom að skútunni skammt norðvestur af Hælavíkurbjargi. Ákveðið var að farþeginn yrði fluttur um borð í Baldur þar sem áhöfnin hlúði að honum. Haldið var á fullri ferð áleiðis til Ísafjarðar og í Aðalvík kom sjúkraflutningamaður af björgunarskipinu Gísla Jóns um borð til aðstoðar sem og tveir björgunarsveitarmenn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin á staðinn á þriðja tímanum og hífði sjúklinginn um borð í þyrluna og flutti á Landspítalann í Reykjavík. Þyrlan gat ekki staldrað við lengi Þá segir í tilkynningunni að þegar þyrlan var nýlent á Reykjavíkurflugvelli hafi verið óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á Patreksfirði. Þyrlan fór því aftur vestur á firði og kom viðkomandi undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlan var komin á Reykjavíkurflugvöll klukkan 07:35 í morgun og því sé alveg óhætt að segja að nóttin hafi verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, varðstjórum í stjórnstöð LHG og áhöfnum Baldurs og Gísla Jóns.
Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira