Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2021 13:03 Mikið álag er á dýralæknum landsins hvort sem það er að þjóna smáum dýrum eða stórum dýrum eins og hestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára. Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira