Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 21:13 Óskar Hrafn Þorvaldsson var stoltur af frammistöðu síns liðs í einvíginu gegn Aberdeen. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt. „Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira