Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Ferðalangar úti á nýstorknuðu hrauninu. Undir niðri getur leynst rauðglóandi kvika. Kristján Kristinsson Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Það var að kvöldi 19. mars sem eldgos hófst í Geldingadölum. Síðan eru liðnir tæpir fimm mánuðir og ekki sér fyrir endann á því. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segist ekki geta neitað því að hans ósk væri að gosinu færi að ljúka. „Mér leiðist gosið ekkert sem slíkt,“ segir Gunnar og bætir við að komandi vetrarveður og mikill fólksfjöldi geti boðið upp á aðstæður sem tilefni sé til að hafa áhyggjur af. „Já við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft frá upphafi. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt það er. Að fara út á nýstorknað yfriborð hrauns og treysta á að það haldi. Undir niðri getur verið rauðglóandi kvika,“ segir Gunnar. Hann útilokar ekki að stórslyss gæti átt sér stað láti fólk ekki af hegðun sinni. „Reyndar er þetta mjög lítill minnihluti fólks sem gerir þetta, en það er rétt að minna á að eldgosið hefur staðið yfir í um fimm mánuði. Hátt í þriðja hundrað þúsund hafa komið á eldstöðvarnar sem gerir það væntanlega að fjölmennasta ferðastað á landinu þetta árið.“ Hann hrósar björgunarsveitum fyrir viðbragð sitt og segir ávallt hægt að treysta á þær. „En maður hefur áhyggjur af langvarandi álagi á þetta björgunarsveitarfólk.“ Síðustu vikur hefur hraunflæðið ekki verið í áttina að Suðurstrandarvegi heldur í austurátt yfir í Merardali. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar. Þótt það flæði yfir eftir einhverjar vikur eins og einhverjir vísindamenn segja þá eru þar einhverjir kílómetrar til suðurs þar sem hraunið þyrfti að renna áður en það næði Suðurstrandarvegi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira