Hið raunverulega lím ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:31 Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun