Þrífast börn best á misjöfnu? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:30 Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun