Yfirgáfu félagið þar sem þjálfarinn beitti leikmenn ítrekað andlegu ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 10:30 Richie Burke ku hafa kallað leikmenn öllum illum nöfnum, gert lítið úr þeim, móðgað þá og brotið niður. Scott McIntyre/Washington Post Á síðustu tveimur árum hafa fjórir leikmenn yfirgefið knattspyrnuliðið Washington Spirits sem leikur í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Ástæðan er munnlegt og andlegt ofbeldi þjálfara liðsins. „Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images Fótbolti NWSL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
„Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images
Fótbolti NWSL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira