Þetta sést meðal annars glögglega í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum, sem horfa má á hér að neðan.
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gaf á dögunum út nýtt mat á hraunflæði í gosinu, en þar kemur fram að í ágúst hafi hraunflæðið verið heldur minna en þegar mest var. Mælingarnar sýna að hraunrennslið síðustu 12 daga hefur að meðaltali verið 9,3 m3/s.
„Þegar mælingarnar sem gerðar voru í júlí eru bornar saman eru sterkar vísbendingar um að rennslið hafi verið minna á fyrri hluta júlímánaðar, 7-9 m3/s, en síðan kom toppur sem stóð í 8-10 daga, þar sem rennslið gæti hafa náð 17-18 m3/s að meðaltali. Óvissa í þessum tölum er töluverð,“ segir á vef Jarðvísindastofnunar.
Hraunið er nú 119 milljónir rúmmetrar og flatarmálið 4,4 ferkílómetrar, að því er fram kemur á vef Jarðvísindastöfnunar.
Ekkert hraun hefur runnið í Geldingadölum, Nátthaga og í Syðri Meradölum í rúman mánuð. Það gæti þó að hylli undir breytingar. Lítil hrauntaumur rann yfir gígvegginn til suðurs í vikunni, niður í Geldingadali.