Ólafur Stígsson: Við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum Árni Jóhannsson skrifar 11. ágúst 2021 22:39 Ólafur var ánægður með að komast áfram úr leiknum við Hauka Fylkir lagði Hauka af velli 2-1 í kvöld á Würth vellinum í Árbæ. Leikið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og eru Fylkismenn komnir áfram í 8-liða úrslitin. Annar þjálfara Fylkis var ánægður með að komast áfram en fannst sínir menn ekki spila vel. Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“ Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“
Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06