Ástbjörn um Hallgrím Mar: „Mig langaði að fá að halda honum niðri“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2021 20:20 Ástbjörn Þórðarson lék áður með Gróttu. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KA í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Ástbjörn Þórðarson var meðal bestu leikmanna í Keflavík í kvöld Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur. Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur.
Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn