Á fundinum fer Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi. Einnig verður Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á fundinum og fer yfir stöðuna á Landspítalanum vegna faraldursins.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu hér á Vísi.
Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrr í dag ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum núna miðað við fjölda smitaðra. Ríkisstjórnin hyggst framlengja núgildandi takmarkanir innanlands um tvær vikur á meðan sóttvarnalæknir metur hvaða vörn bóluefni veita þeim sem greindust nýverið með delta-afbrigðið.