Þjálfarar í hefndarhug berjast um bikar í Belfast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 13:30 Unai Emery og Thomas Tuchel mætast á hliðarlínunni í kvöld. EPA/Samsett Ofurbikar Evrópu fer fram í kvöld þar sem Chelsea, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu, og Villareal, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mætast. Reikna má með hörku lið þó bæði lið mæti löskuð til leiks. Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld. Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld.
Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira