Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Kabylie-hérað er erfitt yfirferðar. AP/Fateh Guidoum Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi. Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Tugir gróðurelda loga víðsvegar um norðurhluta Alsírs og hafa gert í vikunni. Kamel Beldjoud, innanríkisráðherra, hefur sakað brennuvarga um að kveikja eldana. Samkvæmt frétt Reuters færði hann þó engar sannanir fyrir þeim ásökunum. „Einungis glæpamenn geta borið ábyrgð á því að fimmtíu eldar kvikna samstundis á nokkrum stöðum,“ sagði Beldjoud. France24 segir þrjá menn hafa verið handtekna vegna gruns um að þeir hafi kveikt elda. Reuters segir hermennina hafa dáið á mismunandi stöðum. Einhverjir hafi til dæmis verið við slökkvistörf og aðrir dóu eftir að þeir lokuðust inni vegna eldsins, sem farið hefur hratt yfir. Þá segir varnarmálaráðuneyti landsins að fleiri hermenn hafi brunnið illa. Hermennirnir sem dóu eru sagðir hafa bjargað um 110 manns frá því að verða eldinum að bráð. Eldarnir hafa farið yfir minnst tólf þorp í Alsír. Mörg þeirra nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kabylie-héraðs.AP/Fateh Guidoum Ayman Benabderrahmane, forsætisráðherra, hefur kallað eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Þá sé verið að leita leiða til að útvega flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á eldana. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir minnst tólf þorp í landinu. Í Kabylie er mikið fjalllendi og eru þar fjölmörg einangruð þorp sem hafa takmarkaðan aðgang að vatni. Flest dauðsföllin sem staðfest eru hafa átt sér stað nærri Tizi Ouzou, héraðshöfuðborg Kaybylie. Gróðureldar loga víðsvegar um heim þessa dagana. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Síberíu, Grikklandi og Tyrklandi.
Alsír Náttúruhamfarir Umhverfismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira