Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 15:24 Veðurstofan vaktar sprungumyndun á hinum svokallaða Gónhóli. Vísir/Vilhelm Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega. Gónhóll fékk þetta lýsandi nafn fljótlega eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst, þar sem hóllinn reyndist afar góður og fjölfarinn útsýnistaður yfir gosið. Nú er hans hinsvegrar umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Á vef Veðurstofunnar segir að umræddar sprungur séu líklega togsprungur og raða þær sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum. Nokkrar kenningar hafa verið nefndar um hvað veldur sprungunum, til að mynda litlir jarðskjálfta, það er minni en 2 að stærð, sig í kjölfar minnkandi kvikuþrýstings eða hraunfargið sem umlykur hólinn. Sprungurnar eru merktar með rauðu inn á kortið. Megin gígurinn sést efst í vinstra horninu. Loftmyndin og landlíkanið er unnið út frá myndum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.Mynd/Veðurstofa Íslands Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól að því er segir á vef Veðurstofunnar. „Ef að kvika kemst nærri yfirborði þá má gera ráð fyrir að sprungurnar gliðni enn frekar og að gas og gufur sjáist stíga upp úr þeim. Við slík skilyrði er ekki ráðlegt að vera á Gónhóli. Veðurstofan beinir því þeim tilmælum til þyrluflugmanna sem lenda á Gónhóli að gæta varúðar.“ Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis sem er einmitt á Gónhóli, ekki langt frá nýju sprungunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Gónhóll fékk þetta lýsandi nafn fljótlega eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst, þar sem hóllinn reyndist afar góður og fjölfarinn útsýnistaður yfir gosið. Nú er hans hinsvegrar umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Á vef Veðurstofunnar segir að umræddar sprungur séu líklega togsprungur og raða þær sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum. Nokkrar kenningar hafa verið nefndar um hvað veldur sprungunum, til að mynda litlir jarðskjálfta, það er minni en 2 að stærð, sig í kjölfar minnkandi kvikuþrýstings eða hraunfargið sem umlykur hólinn. Sprungurnar eru merktar með rauðu inn á kortið. Megin gígurinn sést efst í vinstra horninu. Loftmyndin og landlíkanið er unnið út frá myndum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.Mynd/Veðurstofa Íslands Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól að því er segir á vef Veðurstofunnar. „Ef að kvika kemst nærri yfirborði þá má gera ráð fyrir að sprungurnar gliðni enn frekar og að gas og gufur sjáist stíga upp úr þeim. Við slík skilyrði er ekki ráðlegt að vera á Gónhóli. Veðurstofan beinir því þeim tilmælum til þyrluflugmanna sem lenda á Gónhóli að gæta varúðar.“ Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis sem er einmitt á Gónhóli, ekki langt frá nýju sprungunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29
Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54