„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 10:24 Tula-orkuverið í Hidalgo-ríki í Mexíkó. Í verinu er rafmagn framleitt með bruna á svartolíu með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda og svifryks. Sólin þarf að setjast á öld jarðefnaeldsneytisins ætli menn sér að halda hlýnun jarðar innan bærilegra marka. Vísir/EPA Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. Viðamikil vísindaskýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag er afdráttarlausari um orsakir og afleiðingar hnattrænnar hlýnunar en fyrri skýrslur. Nú er það sagt „ótvírætt“ að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi hlýnun og aukin vissa er fyrir því að hún hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar af ýmsu tagi. Dregnar eru upp fimm sviðsmyndir um mögulega þróun loftslagsins á þessari öld í skýrslunni sem byggjast á ólíkum forsendum um losun. Í þeim öllum er hlýnunin talin fara umfram 1,5°C strax á næsta áratug. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 til 2°C miðað við tímabilið 1850-1900 á þessari öld. Ekki er öll nótt úti enn því ef gripið verður til róttækra aðgerða til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og menn byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum gæti dregið úr hlýnuninni fyrir lok aldarinnar aftur. Engu að síður þyrfti mannkynið og lífríki jarðar að aðlaga sig um það bil helmingi meiri hlýnun en þegar er komin fram. Verði minna að gert eða jafnvel ekkert gæti hlýnunin aftur á móti orðið mun meiri og verið fordæmalaus á jörðinni í milljónir ára. „Af því að niðurstaða þessar skýrslu sem er komin út núna er í raun og veru sú að það eru alls konar aftök í veðri, óveður, skógareldar og afleiðingar sem eru það slæmar að það er alveg ljóst að það er hrein sturlun að halda óbreyttum takti. Það verður einfaldlega að draga úr,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands sem var einnig ritstjóri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skýrslu IPCC eindregnari en fyrri skýrslur sem hafa komið út.Vísir/Vilhelm Nákvæmari spá fylgja góðar og slæmar fréttir Umfang hlýnunar jarðar er talið í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun koltvísýrings og mannkynið hefur losið gríðarlegt magn frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld og 19. öld, um 2.390 milljarðar tonna frá 1850 til 2019. Í lofthjúpnum fangar kolefnið varma í loftslagskerfinu sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar. Koltvísýringur er afar langlífur í lofthjúpnum og því héldi loftslagið áfram að hlýna þar til það næði jafnvægi jafnvel þó að öll losun koltvísýrings yrði stöðvuð skyndilega. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá sjálfstæða rannsóknarhópnum Berkeley Earth, segir að í nýju IPCC-skýrslunni sé spönnin yfir næmni loftslagsins fyrir auknum styrk koltvísýrings þrengd. Það séu bæði góðar fréttir og slæmar fyrir heimsbyggðina. „Slæmu fréttirnar eru að það er mun ólíklegra að við dettum í lukkupottinn og að loftslagsbreytingar verði í mildari kanti þess sem við búumst við. Góðu fréttirnar eru að þetta bendir til þess að sviðsmyndir með mjög mikilli næmni upp á meira en 5°C [...] séu mjög ólíklegar (en þó ekki hægt að útiloka algerlega),“ tísti Hausfather í gær. This narrower sensitivity range is both good news and bad news. The bad news is we are much less likely to get lucky and have climate change on the milder side of what we expected. This sensitivity revision cuts the legs off the lukewarmer argument: https://t.co/lCO0StSc0X 5/— Zeke Hausfather (@hausfath) August 9, 2021 Dansað í kringum mörk Parísarsamkomulagsins þrátt fyrir mikinn samdrátt Tvær bjartsýnustu sviðsmyndirnar sem eru skoðaðar í skýrslunni gera ráð fyrir miklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda strax á næstu árum. Í þeirri róttækustu (SSP1-1.9) er gengið út frá því að kolefnishlutleysi náist fljótlega eftir miðja öldina og eftir það verði byrjað að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu. Þá er besta mat vísindanna að hlýnunin næði 1,5°C fyrir 2040, 1,6°C um miðja öldina en svo 1,4°C á síðustu tveimur áratugum aldarinnar. Verði gengið aðeins skemur í að koma böndum á losun og kolefnishlutleysi næst ekki fyrr en í kringum 2075 (SSP1-2.6) gæti hlýnun undir lok aldarinnar daðrað við efri mörk Parísarsamkomulagsins í 1,8°C. Sviðsmyndir af mögulegri þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld.IPCC Ekki hlýrra í þrjár milljónir ára Í sviðsmyndinni um miðlungslosun (SSP2-4.5) er gert ráð fyrir að losun aukist aðeins miðað við þá um það bil fjörutíu milljarða tonna sem nú eru losaðir árlega fram að miðri öldinni. Á seinni hluta aldarinnar verði búið að helminga losun koltvísýrings en kolefnishlutleysi næðist ekki á þessari öld. Í þessum heimi brysti 2°C markmið Parísarsamkomulagsins á milli 2041 og 2060 og við lok aldarinnar næði hún 2,7°C. Síðast var meðalhiti jarðar 2,5°C hærri en á seinni hluta 19. aldar fyrir um þremur milljónum ára. Hlýnunin gæti þó orðið enn meiri. Spönn þess sem er talið mjög líklegt er allt frá 2,8 til 4,6°C. Losun eykst nú lítillega á milli ára en fjöldi þjóða hefur sett sér að markmiði að ná kolefnishlutleysi á allra næstu áratugum, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Ljóst er að þau markmið þurfa að nást hratt ætli menn sér að nálgast bjartsýnu sviðsmyndirnar frekar en miðlungssviðmyndina. Afleiðingarnar af því að aðhafast ekkert og auka losun væru dramatískar. Haldi menn áfram að auka losun þannig að hún tvöfaldast fyrir lok aldarinnar (SSP3-7.0) er talið að hlýnunin næmi 3,6°C á milli 2081-2100. Fari losunin algerlega úr böndunum (SSP5-8.5) gæi hún náð 4,4°C. Spá um hnattræna hlýnun fyrir fimm sviðsmyndir um þróun losunar á þessari öld.IPCC Hvert brot úr gráðu skiptir máli Munurinn á þessum sviðsmyndum er ekki aðeins tölur á blaði. Fyrir hverja hálfa gráðu hlýnunar verður merkjanleg aukning í tíðni og ákafa hitabylgna, aftakaúrkomu og þurrka á sumum svæðum. Þá verða öfgakennd veður sem eru sögð fordæmalaus í sögu veðurathugana tíðari jafnvel við 1,5°C hlýnun. Tekið er dæmi um öfgakenndan hitaviðburð sem átti sér að stað einu sinni á áratug að meðaltali á árunum 1850-1900. Við þá um það bil einnar gráður hlýnun sem er þegar orðin er slíkur atburður um 1,2°C hlýrri en áður og á sér stað tæplega þrisvar á áratug. Við 1,5°C hlýnun verður slíkur atburður 1,9°C heitari og fjórfalt tíðari. Við 2°C hlýnun á slíkur atburður sér stað meira en annað hvert ár og er 2,6°C heitari en áður. Sömu sögu er að segja um úrhellisúrkomu. Það sem var svonefndur tíu ára viðburður fyrir aldamótin 1900 er nú 30% líklegri og 6,7% votari. Við 1,5°C hlýnun verður atburðurinn helmingi tíðari og meira en 10% votari. Hitaöfgar og úrhellisúrkoma verður tíðari og ákafari við hverja hálfa gráðu sem meðalhiti jarðar hækkar.IPCC „Með aukahlýnun getum við búist við aukningu í alls konar óveðri og bara auknum kostnaði,“ segir Halldór. Því hljóti takmarkið að vera einhver af bjartsýnustu sviðsmyndunum um þróun losunar og hlýnunar, að hans mati. Hann segir kórónuveiruheimsfaraldurinn sýna að kerfið geti gert hlutina öðruvísi ef menn vilja það. „Þetta sýnir allavegana að þú þarft ekki að vera bundinn af því að keyra hvert einasta kolaorkuver þar til það er búið að afskrifa það. Sama með olíu. Það að einhver hafi keypt olíu sem ekki er búið að dæla upp þýðir ekki endilega að hann hafi einhvern siðferðislegan rétt á að gera það,“ segir Halldór. Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Viðamikil vísindaskýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag er afdráttarlausari um orsakir og afleiðingar hnattrænnar hlýnunar en fyrri skýrslur. Nú er það sagt „ótvírætt“ að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi hlýnun og aukin vissa er fyrir því að hún hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar af ýmsu tagi. Dregnar eru upp fimm sviðsmyndir um mögulega þróun loftslagsins á þessari öld í skýrslunni sem byggjast á ólíkum forsendum um losun. Í þeim öllum er hlýnunin talin fara umfram 1,5°C strax á næsta áratug. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 til 2°C miðað við tímabilið 1850-1900 á þessari öld. Ekki er öll nótt úti enn því ef gripið verður til róttækra aðgerða til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og menn byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum gæti dregið úr hlýnuninni fyrir lok aldarinnar aftur. Engu að síður þyrfti mannkynið og lífríki jarðar að aðlaga sig um það bil helmingi meiri hlýnun en þegar er komin fram. Verði minna að gert eða jafnvel ekkert gæti hlýnunin aftur á móti orðið mun meiri og verið fordæmalaus á jörðinni í milljónir ára. „Af því að niðurstaða þessar skýrslu sem er komin út núna er í raun og veru sú að það eru alls konar aftök í veðri, óveður, skógareldar og afleiðingar sem eru það slæmar að það er alveg ljóst að það er hrein sturlun að halda óbreyttum takti. Það verður einfaldlega að draga úr,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands sem var einnig ritstjóri vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skýrslu IPCC eindregnari en fyrri skýrslur sem hafa komið út.Vísir/Vilhelm Nákvæmari spá fylgja góðar og slæmar fréttir Umfang hlýnunar jarðar er talið í beinu hlutfalli við uppsafnaða losun koltvísýrings og mannkynið hefur losið gríðarlegt magn frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld og 19. öld, um 2.390 milljarðar tonna frá 1850 til 2019. Í lofthjúpnum fangar kolefnið varma í loftslagskerfinu sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar. Koltvísýringur er afar langlífur í lofthjúpnum og því héldi loftslagið áfram að hlýna þar til það næði jafnvægi jafnvel þó að öll losun koltvísýrings yrði stöðvuð skyndilega. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá sjálfstæða rannsóknarhópnum Berkeley Earth, segir að í nýju IPCC-skýrslunni sé spönnin yfir næmni loftslagsins fyrir auknum styrk koltvísýrings þrengd. Það séu bæði góðar fréttir og slæmar fyrir heimsbyggðina. „Slæmu fréttirnar eru að það er mun ólíklegra að við dettum í lukkupottinn og að loftslagsbreytingar verði í mildari kanti þess sem við búumst við. Góðu fréttirnar eru að þetta bendir til þess að sviðsmyndir með mjög mikilli næmni upp á meira en 5°C [...] séu mjög ólíklegar (en þó ekki hægt að útiloka algerlega),“ tísti Hausfather í gær. This narrower sensitivity range is both good news and bad news. The bad news is we are much less likely to get lucky and have climate change on the milder side of what we expected. This sensitivity revision cuts the legs off the lukewarmer argument: https://t.co/lCO0StSc0X 5/— Zeke Hausfather (@hausfath) August 9, 2021 Dansað í kringum mörk Parísarsamkomulagsins þrátt fyrir mikinn samdrátt Tvær bjartsýnustu sviðsmyndirnar sem eru skoðaðar í skýrslunni gera ráð fyrir miklum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda strax á næstu árum. Í þeirri róttækustu (SSP1-1.9) er gengið út frá því að kolefnishlutleysi náist fljótlega eftir miðja öldina og eftir það verði byrjað að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu. Þá er besta mat vísindanna að hlýnunin næði 1,5°C fyrir 2040, 1,6°C um miðja öldina en svo 1,4°C á síðustu tveimur áratugum aldarinnar. Verði gengið aðeins skemur í að koma böndum á losun og kolefnishlutleysi næst ekki fyrr en í kringum 2075 (SSP1-2.6) gæti hlýnun undir lok aldarinnar daðrað við efri mörk Parísarsamkomulagsins í 1,8°C. Sviðsmyndir af mögulegri þróun losunar gróðurhúsalofttegunda á þessari öld.IPCC Ekki hlýrra í þrjár milljónir ára Í sviðsmyndinni um miðlungslosun (SSP2-4.5) er gert ráð fyrir að losun aukist aðeins miðað við þá um það bil fjörutíu milljarða tonna sem nú eru losaðir árlega fram að miðri öldinni. Á seinni hluta aldarinnar verði búið að helminga losun koltvísýrings en kolefnishlutleysi næðist ekki á þessari öld. Í þessum heimi brysti 2°C markmið Parísarsamkomulagsins á milli 2041 og 2060 og við lok aldarinnar næði hún 2,7°C. Síðast var meðalhiti jarðar 2,5°C hærri en á seinni hluta 19. aldar fyrir um þremur milljónum ára. Hlýnunin gæti þó orðið enn meiri. Spönn þess sem er talið mjög líklegt er allt frá 2,8 til 4,6°C. Losun eykst nú lítillega á milli ára en fjöldi þjóða hefur sett sér að markmiði að ná kolefnishlutleysi á allra næstu áratugum, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Ljóst er að þau markmið þurfa að nást hratt ætli menn sér að nálgast bjartsýnu sviðsmyndirnar frekar en miðlungssviðmyndina. Afleiðingarnar af því að aðhafast ekkert og auka losun væru dramatískar. Haldi menn áfram að auka losun þannig að hún tvöfaldast fyrir lok aldarinnar (SSP3-7.0) er talið að hlýnunin næmi 3,6°C á milli 2081-2100. Fari losunin algerlega úr böndunum (SSP5-8.5) gæi hún náð 4,4°C. Spá um hnattræna hlýnun fyrir fimm sviðsmyndir um þróun losunar á þessari öld.IPCC Hvert brot úr gráðu skiptir máli Munurinn á þessum sviðsmyndum er ekki aðeins tölur á blaði. Fyrir hverja hálfa gráðu hlýnunar verður merkjanleg aukning í tíðni og ákafa hitabylgna, aftakaúrkomu og þurrka á sumum svæðum. Þá verða öfgakennd veður sem eru sögð fordæmalaus í sögu veðurathugana tíðari jafnvel við 1,5°C hlýnun. Tekið er dæmi um öfgakenndan hitaviðburð sem átti sér að stað einu sinni á áratug að meðaltali á árunum 1850-1900. Við þá um það bil einnar gráður hlýnun sem er þegar orðin er slíkur atburður um 1,2°C hlýrri en áður og á sér stað tæplega þrisvar á áratug. Við 1,5°C hlýnun verður slíkur atburður 1,9°C heitari og fjórfalt tíðari. Við 2°C hlýnun á slíkur atburður sér stað meira en annað hvert ár og er 2,6°C heitari en áður. Sömu sögu er að segja um úrhellisúrkomu. Það sem var svonefndur tíu ára viðburður fyrir aldamótin 1900 er nú 30% líklegri og 6,7% votari. Við 1,5°C hlýnun verður atburðurinn helmingi tíðari og meira en 10% votari. Hitaöfgar og úrhellisúrkoma verður tíðari og ákafari við hverja hálfa gráðu sem meðalhiti jarðar hækkar.IPCC „Með aukahlýnun getum við búist við aukningu í alls konar óveðri og bara auknum kostnaði,“ segir Halldór. Því hljóti takmarkið að vera einhver af bjartsýnustu sviðsmyndunum um þróun losunar og hlýnunar, að hans mati. Hann segir kórónuveiruheimsfaraldurinn sýna að kerfið geti gert hlutina öðruvísi ef menn vilja það. „Þetta sýnir allavegana að þú þarft ekki að vera bundinn af því að keyra hvert einasta kolaorkuver þar til það er búið að afskrifa það. Sama með olíu. Það að einhver hafi keypt olíu sem ekki er búið að dæla upp þýðir ekki endilega að hann hafi einhvern siðferðislegan rétt á að gera það,“ segir Halldór.
Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. 10. ágúst 2021 08:30
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55